Styrktarsjóður geðheilbrigðis

Styrktarsjóður geðheilbrigðis auglýsir eftir umsóknum í fjórða sinn en tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum í geðheilbrigðismálum með því að veita styrki til verkefna og rannsókna sem geta bætt geðheilbrigði íbúa Íslands og/eða skilning þar á.

Horft er sérstaklega til eftirfarandi yfirþátta þegar umsóknir eru metnar:

a. Valdefling notenda
b. Valdefling aðstandenda
c. Mannréttindi og jafnrétti
d. Nýsköpun

Umsóknarfrestur er frá 3. júní til og með 2. september 2024. Fjögurra manna fagráð metur innsendar umsóknir og leggur tillögur að úthlutun styrkja fyrir sjóðsstjórn til ákvörðunar.

Tilurð Styrktarsjóðs geðheilbrigðis

Árið 1998 eignaðist Geðhjálp fasteignina Túngötu 7 í Reykjavík. Húsnæðið var gjöf til félagsins frá ríkissjóði en ríkið eignaðist húsið við lát Önnu E.Ó. Johnsen, ekkju Gísla Johnsens konsúls. Það var vilji Gísla og Önnu að húsnæðið yrði notað fyrir heilbrigðistengda starfsemi. Geðhjálp starfaði í húsinu næstu 15 árin en viðhaldsþörf sligaði rekstur samtakanna og því var húsið selt árið 2013.

Með því var hægt að greiða skuldir samtakanna að kaupa annað ódýrara og hentugra húsnæði. Frá þeim tíma hefur Geðhjálp ávaxtað það sem eftir stóð af söluhagnaðinum með það fyrir augum að hann kæmi að notum í góðum verkefnum í geðheilbrigðismálum. Þessar ráðstafanir gera Geðhjálp kleift að leggja til 100 milljóna króna stofnframlag í Styrktarsjóð geðheilbrigðis.

Úthlutun 2023

Miðvikudaginn 18. október 2023 fór fram önnur úthlutun Styrktarsjóðs geðheilbrigðis. Alls bárust 46 umsóknir til Styrktarsjóðs geðheilbrigðis samtals að upphæð 93,5 m.kr. Margar þessara umsókna þóttu til fyrirmyndar en sjóðurinn hafði yfir að ráða 16 m.kr. til þessarar úthlutunar. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum í geðheilbrigðismálum með því að veita styrki til verkefna sem geta bætt geðheilbrigði íbúa Íslands og/eða skilning þar á. Geðhjálp lagði sjóðnum til 180 m.kr. stofnframlag árið 2021 og hefur síðan þá lagt sjóðnum til 41 m.kr. til sem notaðar hafa verið til úthlutana sl. þrjú ár.

Miðvikudaginn 18. október fór fram þriðja  úthlutun úr Styrktarsjóð geðheilbrigðis. Alls bárust 46 umsóknir til sjóðsins í ár samtals að upphæð 93,5 m.kr. Margar þessara umsókna þóttu til fyrirmyndar en sjóðurinn hafði yfir að ráða 16 m.kr. til þessarar úthlutunar og því ljóst að ekki yrði hægt að styrkja mörg góð verkefni.

Fimm manna fagráð, skipað þeim Svövu Arnardóttur, Hrannari Jónssyni, Páli Biering, Salbjörgu Bjarnadóttur og Helgu Sif Friðjónsdóttur, en hún var formaður fagráðsins, fór yfir umsóknirnar og lagði tillögur sínar í hendur stjórnar. Stjórn sjóðsins skipa þau: Sigríður Gísladóttir, formaður, Héðinn Unnsteinsson og Haraldur Flosi Tryggvason.

Stjórn samþykkti tillögur fagráðs og hlutu eftirfarandi verkefni styrk að þessu sinni:

Grófin geðrækt

Lausa skrúfan

Verkefnið er vitundarvakning og jafnframt vegvísir fyrir fólk á Norðurlandi og er stefnt á að fara af stað með það í febrúar 2024. Verkefninu er ætlað er að bæta samfélagslega vitund um mikilvægi þess að hugsa vel um geðheilsuna, hlúa að henni sem forvörn og hjálpa fólki að leita sér aðstoðar þegar þess er þörf og í því samhengi að berjast gegn sínum innri fordómum ekki síður en ytri.

Styrkupphæð: 3.500.000 kr.

Hrafntinna Sverrisdóttir

Wildheart

WILDHEART er nýsköpunarverkefni í formi kvikmyndar sem stuðlar að vitundarvakningu og aukinni umræðu um málefni tengd geðrænum vanda. Verkefnið snertir á stöðu heimilislausra í samfélaginu og flóknum fíknivanda og hvernig áhrifin eru á aðstandendur – börn og fullorðna. Myndin er persónuleg saga um áföll og heilun, hlaðin fallegum og hráum augnablikum, heiðarlegum samtölum, erfiðum spurningum og hugrakkri leit af ást.

Styrkupphæð: 2.000.000 kr.

Framfarahugur

Hugræn velferð ungmenna á flótta

Verkefnið snýr að því að halda áfallamiðað leiklistarnámskeið fyrir ungmenni þar sem þeim er mætt á einstaklingsbundinn hátt, skapa öruggt og verndandi umhverfi þar sem hægt er að vinna með áföll, efla sjálfstraust og trú á eigin getu í gegnum leiklist. Markhópurinn er ungmenni af erlendum uppruna á aldrinum 16 til 20 ára óháð búsetu en er sérstaklega miðað að ungmennum í viðkvæmri stöðu þ.m.t flóttabörn.

Styrkupphæð: 1.890.000 kr.

MetamorPhonics

Starfsnám MetamorPhonics á Íslandi

MetamorPhonics eða Korda sinfónían er samfélagsmiðað fyrirtæki sem Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths, tónlistarkona stýrir. Hugmyndafræðin bak við hljómsveitina er að valdefla fólk í gegnum tónlist. Að þátttakendur hljómsveitarinnar upplifi sig sem meðlimi samfélagsins og á þau sé hlustað.

Styrkupphæð: 1.650.000 kr

Matthildur – skaðaminnkun

Lágþröskulda skaðaminnkandi heilbrigðisþjónusta í tónlistarlífinu

Skaðaminnkandi heilbrigðisþjónustan á tónlistarhátíðum og viðburðum þar sem margir koma saman er sólarhringsþjónusta sem veitir hjúkrunarþjónustu, skaðaminnkandi ráðgjöf um vímuefnanotkun, yfirsetu, sálrænan stuðning og tilvísanir í úrræði innan heilbrigðis- og félagskerfis, fyrir gesti viðburðanna.

Styrkupphæð: 1.500.000 kr.

Harpa Einarsdóttir Waage

Angurværð, bók í ljóðrænu formi til sjálfsræktar

Bók sem lýsir reynslu notenda á listrænan hátt. Bókin er myndskreytt með list höfundar og texta. Höfundur fer yfir það hvernig hún náði árangri að heila sársaukann úr líkamanum og náði fullum bata frá geðrænum áskorunum.

Styrkupphæð: 1.150.000 kr.

Hringrásarsetur Íslands

Reddingakaffi

Reddingakaffi tengir sjálfbærni og þátttöku í samfélaginu á tímum loftslagskvíða sem margir upplifa. Verkefnið fagnar fjölbreytileikanum og aðlögun mismunandi hópa í samfélagið. Markmiðið er að ná saman ólíkum hópum á einn stað þar sem reynslu verður deilt, jafnfrétti og mannréttindi sett á oddinn.

Styrkupphæð: 1.000.000 kr.

Traustur Kjarni

Þróun jafningja í samfélaginu

Verkefnið snýr að þjálfun yngri jafningja eftir hugmyndafræði Intentional peer support (IPS). Verkefni miðar að því að þjálfa jafningja fyrir Bergið en þangað leita ungmenni með geðrænar áskoranir.

Styrkupphæð: 1.000.000 kr.

Það er von

Stuðningshópur aðstandenda einstaklinga með tvígreiningu

Markmið verkefnisins er að setja á laggirnar stuðningshóp fyrir aðstandendur einstaklinga með tvígreiningar (fíkn og aðrar geðraskanir). Með stofnun stuðningshópsins verður aðstandendum gefið verkfæri til þess að takast á við þann flókna veruleika sem aðstandendur einstaklinga með fíkn og aðrar geðrænar áskoranir þurfa að takast á við.

Styrkupphæð: 500.000 kr.

Ferðafélag Víðsýnar

Ferðalög félaga í Víðsýn.

Stefna félagsins er að gefa fólki sem á við geðrænar og félagslegar hindranir að etja, tækifæri til að ferðast, efla sjálfstæði og sjálfsmynd með því að takast á við ögranir og stíga út fyrir þægindarammann.

Styrkupphæð: 375.00 kr.

Hringsjá

Heilsuefling

Stefnt er að því að bæta við þverfaglegu endurhæfinguna innan Hringsjár áfanganum Heilsuefling. Áfanginn yrði allt í senn bóklegur, verklegur og vettvangsmiðaður. Markmið áfangans er að þátttakandi geti nýtt sér þá þekkingu sem hann aflar sér til að átta sig á mikilvægi hreyfingar fyrir andlega og líkamlega líðan.

Styrkupphæð: 300.000 kr.

Kristín Auðbjörnsdóttir

Lífið og líðan

Lífið og líðan er samfélagsmiðill sem varð til í veikindaleyfi umsækjanda. Miðillinn er vitundarvakning um (oft ósýnilega) líðan og lífið án glansmyndar. Vettvangur fyrir fræðslu og umræður á jafningjagrundvelli í von um að auka skilning og minnka um leið fordóma.

Styrkupphæð: 300.000 kr.

Sveitarfélagið Hornafjörður

Gott bakland

Dagdvöl fatlaðra haldi námskeið fyrir aðstandendur einstaklinga með geðvanda. Er markmiðið að bjóða upp á námskeið og eftirfylgd í kjölfarið. Aðstandendur geta verið hornsteinninn í bata einstaklinga með geðrænan vanda og mikilvægt að þeirra líðan og þeirra áskoranir sé veitt athygli. 

Styrkupphæð: 300.000 kr.

Vinaskákfélagið

Geðveik skák

Styrkurinn er veittur til að halda þrjú skákmót: Minningarskákmót um Hrafn Jökulsson, Alþjóðlega Geðheilbrigðis skákmótið og Jólamótið á Kleppi.

Styrkupphæð: 250.000 kr.

Hjálmar Hrafn Sigurvaldason

Reiðmaðurinn á Kameldýrinu

Verkefnið snýst að því að koma saman fjölbreyttu listafólki til að hanna plaköt sem hvert um sig verða einstök. Plakötin eru síðan prentuð í númeruðum eintökum og seld en hagnaður af sölunni fari í geðræktandi verkefni. 

Styrkupphæð: 200.000 kr.

Um Styrktarsjóð geðheilbrigðis

Tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum í geðheilbrigðismálum með því að veita styrki til verkefna sem geta bætt geðheilbrigði íbúa Íslands og/eða skilning þar á. Geðhjálp lagði sjóðnum til 180 m.kr. stofnframlag árið 2021 og hefur síðan þá lagt sjóðnum til 41 m.kr. til sem notaðar hafa verið til úthlutana sl. þrjú ár.

Í ár var horft sérstaklega til eftirfarandi yfirþátta þegar umsóknir voru metnar:

a. Valdefling notenda
b. Valdefling aðstandenda
c. Mannréttindi og jafnrétti
d. Nýsköpun

Ljósmyndir: Mummi Lú

Styrktarsjóður geðheilbrigðis auglýsir eftir umsóknum í þriðja sinn en tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum í geðheilbrigðismálum með því að veita styrki til verkefna sem geta bætt geðheilbrigði íbúa Íslands og/eða skilning þar á.

Horft er sérstaklega til eftirfarandi yfirþátta þegar umsóknir eru metnar:

a. Valdefling notenda
b. Valdefling aðstandenda
c. Mannréttindi og jafnrétti
d. Nýsköpun

Umsóknarfrestur er frá 1. júní til og með 4. september 2023. Fimm manna fagráð metur innsendar umsóknir og leggur tillögur að úthlutun styrkja fyrir sjóðsstjórn til ákvörðunar.

Tilurð Styrktarsjóðs geðheilbrigðis

Árið 1998 eignaðist Geðhjálp fasteignina Túngötu 7 í Reykjavík. Húsnæðið var gjöf til félagsins frá ríkissjóði en ríkið eignaðist húsið við lát Önnu E.Ó. Johnsen, ekkju Gísla Johnsens konsúls. Það var vilji Gísla og Önnu að húsnæðið yrði notað fyrir heilbrigðistengda starfsemi. Geðhjálp starfaði í húsinu næstu 15 árin en viðhaldsþörf sligaði rekstur samtakanna og því var húsið selt árið 2013.

Með því var hægt að greiða skuldir samtakanna að kaupa annað ódýrara og hentugra húsnæði. Frá þeim tíma hefur Geðhjálp ávaxtað það sem eftir stóð af söluhagnaðinum með það fyrir augum að hann kæmi að notum í góðum verkefnum í geðheilbrigðismálum. Þessar ráðstafanir gera Geðhjálp kleift að leggja til 100 milljóna króna stofnframlag í Styrktarsjóð geðheilbrigðis.

Úthlutun 2022

Þriðjudaginn 18. október 2022 fór fram önnur úthlutun Styrktarsjóðs geðheilbrigðis í Sunnusal Iðnó. Alls bárust 30 umsóknir til Styrktarsjóðs geðheilbrigðis samtals að upphæð 79.5 m.kr. Margar þessara umsókna þóttu til fyrirmyndar en sjóðurinn hafði yfir að ráða 14 m.kr. til þessarar úthlutunar. Geðhjálp fjármagnaði úthlutun ársins 2021 og 2022 auk rekstrarkostnaðar sjóðsins eða samtals 26 m.kr. Samtals hefur Geðhjálp lagt sjóðnum til 206 m.kr. sl. ár.

Tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum í geðheilbrigðismálum með því að veita styrki til verkefna sem geta bætt geðheilbrigði íbúa Íslands og/eða skilning þar á. Í ár var horft sérstaklega til eftirfarandi yfirþátta þegar umsóknir voru metnar

a. Valdefling notenda
b. Valdefling aðstandenda
c. Mannréttindi og jafnrétti
d. Nýsköpun

Styrkhafar með Héðni Unnsteinssyni formanni stjórnar Styrktarsjóðs geðheilbrigðis

Úthlutanir 2022

Þriðjudaginn 18. október fór fram önnur úthlutun úr Styrktarsjóðs geðheilbrigðis. Alls bárust 30 umsóknir til sjóðsins í ár samtals að upphæð 79.5 m.kr. Margar þessara umsókna þóttu til fyrirmyndar en sjóðurinn hafði yfir að ráða 14 m.kr. til þessarar úthlutunar og því ljóst að ekki yrði hægt að styrkja mörg góð verkefni.

Fimm manna fagráð, skipað þeim Birni Hjálmarssyni, Hrannari Jónssyni, Huldu Dóra Styrmisdóttur, Svövu Arnardóttur og Helgu Sif Friðjónsdóttur, en hún var formaður fagráðsins, fór yfir umsóknirnar og lagði tillögur sínar í hendur stjórnar. Stjórn sjóðsins skipa þau: Héðinn Unnsteinsson, formaður, Guðrún Sigurjónsdóttir og Haraldur Flosi Tryggvason.

Stjórn samþykkti tillögur fagráðs og hlutu eftirfarandi verkefni styrk að þessu sinni:

Olga Khodos
Sálrænn stuðningur fyrir úkraínskt flóttafólk á Íslandi

Verkefninu er ætlað að veita sálrænan stuðning við úkraínskt flóttafólk á Íslandi. Þrátt fyrir að vera komnir í öruggt skjól á Íslandi er það undir miklu álagi og geðrænar áskoranir umtalsverðar. Fjölskyldumiðstöðin í Hátúni hefur lagt verkefninu til húsnæði. Þar gefst fólki kostur á að koma alla virka daga frá kl. 10-15 og fá stuðning á móðurmáli sínu.

Styrkupphæð: 2.000.000 kr.

Bændasamtök Íslands
Sálgæsla bænda: Fræðsla og forvarnir

Ætlunin er að vinna fræðslumyndband sem mun byggja á jafningafræðslu, þar sem bændur sem lent hafa í áföllum deila með öðrum sínum frásögnum og segja frá reynslu sinni. Gerð fræðsluefnisins verður unnin í samráði við notendur og Bændasamtök Íslands ætla sér að vera í samstarfi við stofnanir og önnur samtök á þessu sviði. Fræðslumyndbandið og efnið verður aðgengilegt öllum þeim sem eru hluti af Bændasamtökum Íslands.

Styrkupphæð: 1.500.000 kr.

Traustur kjarni
Jafningjastuðningur á Íslandi

Verkefnið sem gengur út á að starfrækja þjálfun í jafningjastuðningi á Íslandi. Jafningjastuðningur er ákveðin aðferð eða tækni til samskipta, stunduð víða um heim með góðum árangri. Aðferðin gengur meðal annars út á að einstaklingur sem hlotið hefur þjálfun nýtir bæði þjálfunina og sína eigin reynslu af geðrænum áskorunum til þess að vera til staðar fyrir þá sem leita eftir jafningjastuðningi. Traustur Kjarni mun skipuleggja og halda utan um starfið og þjálfun jafningja.

Styrkupphæð: 1.500.000 kr.

MetamorPhonics (Korda sinfónía)
MetamorPhonics hljómsveitin á Íslandi 2022-2023

MetamorPhonics eða Korda sinfónían eins og verkefnið er líka kalla er samfélagsmiðað fyrirtæki sem Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths, tónlistarkona stýrir. Fyrirtækið setur upp hljómsveitina í samstarfi við starfsendurhæfingarstöðvar, Listaháskóla Íslands, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Hörpu og Tónlistarborgina Reykjavík. Hugmyndafræðin bak við hljómsveitina er að valdefla fólk í gegnum tónlist. Að þátttakendur hljómsveitarinnar upplifi sig sem meðlimi samfélagsins og á þau sé hlustað.

Styrkupphæð: 1.000.000 kr.

Okkar heimur
Stuðningshópur fyrir ungmenni sem eiga foreldra með geðrænan vanda

Okkar heimur er stuðningsúrræði fyrir börn sem eiga foreldra með geðrænan vanda og var sett á laggirnar vegna skorts á stuðningi og fræðslu fyrir börn í þessari stöðu hér á landi. Styrkurinn verður nýttur í að koma af stað stuðningshóp fyrir ungmenni sem eiga foreldra með geðrænan vanda. Mikil eftirspurn hefur verið eftir sérstökum stuðningi við þennan hóp en ungmennihafa kallað eftir rými þar sem þau geta mætt sjálf án foreldra og hitt ungmenni sem eru í svipaðaristöðu, spurt spurninga og viðrað áhyggjur. 

Styrkupphæð: 1.000.000 kr.

Geðhvörf fyrir byrjendur
„Bípólar fyrir byrjendur – hvernig held ég jafnvæginu?” 

Þróun, þýðing og útgáfa bókar: „Bípólar fyrir byrjendur – hvernig held ég jafnvæginu?” Áherslur í bókinni tengjast nýjustu vitneskju um meðferðarúrræði í tengslum við geðhvörf og bata, gefa von og stuðla að persónulegum bata hjá lesendanum.

Styrkupphæð: 1.000.000 kr.

Gatklettur
Framleiðsla á stuttmynd

Tilgangur verkefnisins er að taka þátt í að upplýsa almenning um skilningsleysið, óttann og fordómana sem börn fólks með geðrænan vanda þurfa að kljást við í kringum veikindi foreldra sinna og hversu erfitt það getur verið fyrir þessi börn að fá skilning á aðstæðum og utanaðkomandi hjálp til að takast á við lífið þegar geðræn veikindi innan fjölskyldunnar svipta þau skyndilega öryggi og ást sem öll börn eiga rétt á á sínum uppvaxtarárum.

Styrkupphæð: 1.000.000 kr.

Psychedelics in Iceland
Ráðstefna í Hörpu – janúar 2023

Ráðstefna um notkun hugvíkkandi efna í meðferðarskyni verður haldin í Hörpu í janúar 2023. Fyrirlesarar úr fremstu röðum vísinda-og fagfólks um heim allan koma saman og ræða mikilvægi þess að opna á rannsóknir, faglega umræðu og notkun á hugvíkkandi efnum í meðferðarskyni.

Styrkupphæð: 1.000.000 kr.

Matthildur
Geðréttindaspjöld

Matthildur (samtök um skaðaminnkun) ætlar að vinna að gerð réttindaspjalda sem innihalda upplýsingar um lagaleg og félagsleg réttindi jaðarsettra einstaklinga sem glíma við vímuefnavanda og/eða heimilisleysi. Réttindaspjöldin munu innihalda aðgengilegar upplýsingar um lagalega réttarstöðu hópsins. Einnig verður unnið að spjöldum sem innihalda skaðaminnkandi leiðbeiningar sem draga úr líkum á ofskömmtun á vímuefnum, blóðbornum smitum og sýkingum.

Styrkupphæð: 1.000.000 kr.

Tækifærið
Námskeið og starfsþjálfun fyrir ungt fólk

Tækifærið er starfsþjálfun fyrir ungt fólk sem er án formlegrar menntunar og hefur verið atvinnulaust í lengri tíma. Boðið er upp á 10-12 vikna námskeið og starfsþjálfun þar sem þátttakendur taka virkan þátt í mótun starfsins. Markmiðið með Tækifærinu er bætt líkamleg, andleg og félagsleg staða og endurkoma á vinnumarkað.

Styrkupphæð: 1.000.000 kr.

ADHD á kvennamáli
Valdeflandi sjálfshjálparhópur

Verkefnið er að fræða og styðja við þann hóp kvenna sem fá greiningu á fullorðinsaldri og hafa þörf fyrir að dýpka og auka skilning sinn á einkenninu í öruggu og fordómalausu umhverfi. Sjálfshjálpar hóparnir byggja m.a. á nálgun ADHD markþjálfunar, Valdeflingar (empowerment), jafningjafræðslu, Acceptance and Commitment Therapy (ACT), Hugrænni atferlismeðferð (HAM), og Núvitund, sem reynst hjálpleg til að auka meðvitund um hugsanir, tilfinningar og líkamsskynjun.

Styrkupphæð: 500.000 kr.

Haus
Hugarþjálfunarstöð

Þróun hugarþjálfunarstöðvar á netinu sem ber vinnuheitið Haus hugarþjálfunarstöð. Haus hugarþjálfunarstöð er „rækt“ þar sem íþróttafólk lærir að efla sína hugarfarslegu þætti með það að markmiði að yfirstíga hugarfarslegar áskoranir í sinni íþrótt, öðlast aukna vellíðan í íþróttaiðkun sinni og bæta frammistöðu sína. Uppistaðan í Haushugarþjálfunarstöð eru fræðslumyndbönd og hugarfarsleg æfingatæki sem unnin hafa verið af starfandi hugarþjálfara síðastliðin átta ár með hliðsjón af nýjustu rannsóknum í sálfræði og íþróttasálfræði.

Styrkupphæð: 500.000 kr.

Krónísk
Samfélagsmiðill

Auka umfang og sýnileika samfélagsmiðilsins krónísk_is á Instagram. Markmið miðilsins er að gera einstaklinga með króníska sjúkdóma sýnilegri og varpa ljósi á mikilvægi geðheilsu þeirra sem þjást af krónískum sjúkdómum.

Styrkupphæð: 300.000 kr.

Vinaskákfélagið
Skákmót og skákforrit

Styrkur til að halda skákmót og til að setja upp skákforrit á heimasíðu félagsins árið 2022. Mótin sem um ræðir eru: Meistaramót Vinaskákfélagsins í hraðskák, Alþjóðlega geðheilbrigðisskákmótið og Jólaskákmótið á Kleppi.

Styrkupphæð: 250.000 kr.

Heilsuefling
Heilsueflingarstund þar sem hugað verður að andlegri og líkamlegri heilsu

Heilsueflingarstund þar sem hugað verður að andlegri og líkamlegri heilsu. Kynntar verða nokkrar auðveldar æfingar sem oft eru nýttar í einstaklingsviðtölum þar sem unnið er að því að efla félagsfærni, hugarró og vellíðan. Stundin samanstendur af fræðslu, umræðum, verkefnum og verklegum æfingum.

Styrkupphæð: 200.000 kr.

Mig vantar orðin
Vinnustofur

Mig vantar orðin... er sería af áframhaldandi vinnustofum stýrðar af listakonunni Megan Auði, sem ætlar sér að nýta tungumálið, sem mótunarafl fyrir samfélagið og samfélagsviðhorf, fyrir þolendur kynferðisofbeldis.

Styrkupphæð: 150.000 kr.

Geðlíf – Líf eftir áföll
Fræðsla og stuðningur

Fræðsla og stuðningur fyrir fólk sem glímir við geðrænar áskoranir, afleiðingar ofbeldis og annarra áfalla. Þátttaka notenda í verkefninu, fólk sem hefur glímt við fíkn, verið í fangelsi og fólk sem hefur glímt við ýmiskonar geðrænar áskoranir miðla af reynslu sinni og bata. Hugmyndin kemur frá notendum og fagfólki með notendareynslu.

Styrkupphæð: 100.000 kr.

Tilurð Styrktarsjóðs geðheilbrigðis

Árið 1998 eignaðist Geðhjálp fasteignina Túngötu 7 í Reykjavík. Húsnæðið var gjöf til félagsins frá ríkissjóði en ríkið eignaðist húsið við Lát Önnu E.Ó. Johnsen, ekkju Gísla Johnsens konsúls. Það var vilji Gísla og Önnu að húsnæðið yrði notað fyrir heilbrigðistengda starfsemi. Geðhjálp starfaði í húsinu næstu 15 árin en viðhaldsþörf sligaði rekstur samtakanna og því var húsið selt árið 2013. Með því var hægt að greiða skuldir samtakanna og kaupa annað ódýrara og hentugra húsnæði. Frá þeim tíma hefur Geðhjálp ávaxtað það sem eftir stóð af söluhagnaðinum með það fyrir augum að hann kæmi að notum í góðum verkefnum í geðheilbrigðismálum. Nú hefur fasteign samtakanna í Borgartúni einnig verið seld með það fyrir augum að styrkja sjóðinn enn frekar.

Þessar ráðstafanir gerðu Geðhjálp kleift að leggja til 180 milljóna króna stofnframlag í Styrktarsjóð geðheilbrigðis. Jafnframt fjármagnaði Geðhjálp úthlutun ársins 2021 og úthlutun ársins í ár auk rekstrarkostnaðar sjóðsins eða samtals 26 m.kr. Samtals hefur Geðhjálp lagt sjóðnum til 206 m.kr. sl. ár.

Myndir: Eyþór Árnason

Styrktarsjóður geðheilbrigðis auglýsir eftir umsóknum í annað sinn en tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum í geðheilbrigðismálum með því að veita styrki til verkefna sem geta bætt geðheilbrigði íbúa Íslands og/eða skilning þar á.

Horft er sérstaklega til eftirfarandi yfirþátta þegar umsóknir eru metnar:

a. Valdefling notenda
b. Valdefling aðstandenda
c. Mannréttindi og jafnrétti
d. Nýsköpun

Umsóknarfrestur er frá 15. júní - 5. september 2022. Fimm manna fagráð metur innsendar umsóknir og leggur tillögur að úthlutun styrkja fyrir sjóðsstjórn til ákvörðunar.

Tilurð Styrktarsjóðs geðheilbrigðis

Árið 1998 eignaðist Geðhjálp fasteignina Túngötu 7 í Reykjavík. Húsnæðið var gjöf til félagsins frá ríkissjóði en ríkið eignaðist húsið við lát Önnu E.Ó. Johnsen, ekkju Gísla Johnsens konsúls. Það var vilji Gísla og Önnu að húsnæðið yrði notað fyrir heilbrigðistengda starfsemi. Geðhjálp starfaði í húsinu næstu 15 árin en viðhaldsþörf sligaði rekstur samtakanna og því var húsið selt árið 2013.

Með því var hægt að greiða skuldir samtakanna að kaupa annað ódýrara og hentugra húsnæði. Frá þeim tíma hefur Geðhjálp ávaxtað það sem eftir stóð af söluhagnaðinum með það fyrir augum að hann kæmi að notum í góðum verkefnum í geðheilbrigðismálum. Þessar ráðstafanir gera Geðhjálp kleift að leggja til 100 milljóna króna stofnframlag í Styrktarsjóð geðheilbrigðis.

Úthlutun 2021

Fimmtudaginn 14. október 2021 fór fram fyrsta úthlutun Styrktarsjóðs geðheilbrigðis í Sunnusal Iðnó. Alls bárust 54 umsóknir til Styrktarsjóðs geðheilbrigðis samtals að upphæð 137.275.000 kr. Margar þessara umsókna þóttu til fyrirmyndar en sjóðurinn hafði yfir að ráða 10 m.kr. til þessarar fyrstu úthlutunar. Geðhjálp hefur nú þegar lagt höfuðstóli styrktarsjóðsins til 180 milljónir en að auki hefur Geðhjálp greitt 10 milljónir til úthlutunar síðasta árs og 15 milljónir til úthlutunar þessa árs, samtals 205 milljónir.

Fimmtudaginn 14. október fór fram fyrsta úthlutun Styrktarsjóðs geðheilbrigðis í Sunnusal Iðnó. Alls bárust 54 umsóknir til Styrktarsjóðs geðheilbrigðis samtals að upphæð 137.275.000 kr. Margar þessara umsókna þóttu til fyrirmyndar en sjóðurinn hafði yfir að ráða 10 m.kr. til þessarar fyrstu úthlutunar og því ljóst að ekki yrði hægt að styrkja mörg góð verkefni.

Um Styrktarsjóð geðheilbrigðis

Tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum í geðheilbrigðismálum með því að veita styrki til verkefna sem geta bætt geðheilbrigði íbúa Íslands og/eða skilning þar á.

Í ár var horft sérstaklega til eftirfarandi yfirþátta þegar umsóknir voru metnar:

a. Valdefling notenda
b. Valdefling aðstandenda
c. Mannréttindi og jafnrétti
d. Nýsköpun

Tilurð Styrktarsjóðs geðheilbrigðis

Árið 1998 eignaðist Geðhjálp fasteignina Túngötu 7 í Reykjavík. Húsnæðið var gjöf til félagsins frá ríkissjóði en ríkið eignaðist húsið við lát Önnu E.Ó. Johnsen, ekkju Gísla Johnsens konsúls. Það var vilji Gísla og Önnu að húsnæðið yrði notað fyrir heilbrigðistengda starfsemi. Geðhjálp starfaði í húsinu næstu 15 árin en viðhaldsþörf sligaði rekstur samtakanna og því var húsið selt árið 2013. Með því var hægt að greiða skuldir samtakanna að kaupa annað ódýrara og hentugra húsnæði. Frá þeim tíma hefur Geðhjálp ávaxtað það sem eftir stóð af söluhagnaðinum með það fyrir augum að hann kæmi að notum í góðum verkefnum í geðheilbrigðismálum. Þessar ráðstafanir gera Geðhjálp kleift að leggja til 100 milljóna króna stofnframlag í Styrktarsjóð geðheilbrigðis.

Úthlutun 2021

Fimm manna fagráð, skipað þeim Birni Hjálmarssyni, Hrannari Jónssyni, Huldu Dóra Styrmisdóttur, Svövu Arnardóttur og Helgu Sif Friðjónsdóttur, en hún var formaður fagráðsins, fór yfir umsóknirnar og lagði tillögur sínar í hendur stjórnar. Stjórn sjóðsins skipa þau: Héðinn Unnsteinsson, formaður, Guðrún Sigurjónsdóttir og Haraldur Flosi Tryggvason.

Stjórn samþykkti tillögur fagráðs og hlutu eftirfarandi verkefni styrk að þessu sinni:

Tækifærið: Þróunarstyrkur til Tækifærisins sem er ný nálgun í starfsþjálfun fyrir ungt fólk með litla formlega menntun og langa fjarveru frá vinnumarkaði

Verkefnið gengur út á að þróa nýja nálgun við starfsþjálfun til að koma ungu fólki, sem hefur verið fjarverandi á vinnumarkaði og er í áhættuhópi að verða öryrkjar, í virkni. Um er að ræða tvö þróunartímabil (pilot) þar sem aðferðir verða reyndar og kannað hvernig þær reynast. Fagráð metur að verkefnið falli vel að markmiðum sjóðsins um að bæta geðheilsu íbúa Íslands. Virkni og þátttaka í samfélaginu getur verið lykillinn að góðri geðheilsu. Verkefnið er valdeflandi og nýsköpunarvægi þess mikið.

Samþykkt að styrkja verkefnið um 1.000.000 kr.

Affekta: Geðrækt og tenging við nám fyrir alla

Verkefnið er að vinna að því að hanna kennslukerfi sem styðst við gervigreind til að skilja upplifun og þarfir notenda með það að markmiði að gera námsupplifun sem jákvæðasta og byggja upp sjálfstraust og geðheilbrigði nemenda. Það er vitað að mörgum börnum gengur illa að fóta sig innan skólakerfisins sem aftur getur haft áhrif á geðheilsu þeirra og möguleika seinna meir í lífinu. Verkefnið er spennandi nýsköpun hvers markmið falla að mati fagráðs í öllum megin atriðum.

Samþykkt að styrkja verkefnið um 1.000.000 kr.

Samvinna starfsendurhæfing/Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum: Samstarfsverkefnið Korda Sinfónía

Verkefnið er framhald af Kordu Sinfóníu sem var starfrækt veturinn 2020 til 2021 og lauk starfsári sínu með tónleikum í Eldborgarsal Hörpu. Markmiðið er að hljómsveitin, sem skipuð er einstaklingum með geðrænar áskoranir annars vegar og klassískmenntuðum tónlistarmönnum hins vegar, hittist og semji tónlist sem verði síðan frumflutt fyrir áhorfendur í maí 2022. Verkefnið er að mati fagráðs valdeflandi fyrir notendur og nýtir listræna nálgun og sköpun í bataferli einstaklinga.

Samþykkt að styrkja verkefnið um 1.000.000 kr.

SÁTT: Fræðsla og forvarnir – Að vera SÁTT(ur) í eigin skinni

Verkefnið gengur út á að vinna að gerð fræðslu- og forvarnarefnis um átröskun fyrir heilsugæslu, skóla, líkamsræktarstöðvar og íþróttafélög. Með auknum sýnileika, vitundarvakningu og fræðslu megi stuðla að bættu geðheilbrigði ungs fólks sem er í áhættuhópi átröskunar. Samtökin stefna á að vinna efni, setja það upp með aðgengilegum hætti á heimasíðu og standa fyrir málþingi á vormánuðum 2022. Fagráð styrktarsjóðs geðheilbrigðis metur að verkefnið falli vel að markmiðum sjóðsins. Verkefnið er valdeflandi og unnið í nánum tengslum grasrótar og fagaðila.

Samþykkt að styrkja verkefnið um 1.000.000 kr.

Nýjar áttir: Tilraunaverkefni sem miðar að því að styrkja fyrrum fanga til að byggja upp getu og þrautseigju eftir afplánun

Verkefnið gengur út á eins og kemur fram í heiti þess að efla þrautseigju fanga eftir afplánun og þannig draga úr líkum á bakföllum og endurteknum athöfnum sem geta leitt til fangelsisvistar. Um er að ræða jaðarsettan hóp í samfélaginu sem býr við landlæga fordóma og jafnvel útskúfun. Það er mat fagráðs að verkefnið falli vel að öllum lykilviðmiðum sjóðsins sem eru valdefling notenda og aðstandenda, mannréttindum og jafnrétti og nýsköpun.

Samþykkt að styrkja verkefnið um 1.000.000 kr.

Karen Nóadóttir: Áfallamiðuð nálgun í framhaldsskólum

Verkefnið snýr að valdeflingu notenda um áfallamiðaða nálgun í framhaldsskólum auk fræðslubæklings með verkfærum fyrir kennara þegar kemur að áfallasögu nemenda. Mikilvægi starfsmanna framhaldsskóla og framlag þeirra í tengslum við vinnu með áfallasögu nemenda er verulegt. Verkefninu er ætlað að árétta þetta mikilvægi og hjálpa starfsfólki með því að færa þeim réttu verkfærin. Verkefnið fellur að mati fagráðs vel að markmiðum Styrktarsjóðs geðheilbrigðis.

Samþykkt að styrkja verkefnið um 800.000 kr.

Hugarafl: Boðaföll nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum – hljóðbók

Verkefnið er að gefa nýútkomna bók Boðaföllin út á hljóðbók. Nálgun höfunda er í anda nýrrar hugmyndafræði í geðheilbrigðismálum er snúa m.a. að sjúkdómsvæðingu tilfinninga, valdaójafnvægi milli þjónustuþega og þjónustuveitenda og nýjum jafnvel óhefðbundnum leiðum til bata. Það er mat fagráðs að hljóðbók geti náð til stærri hóps en hið hefðbundna bókarform býður upp á.

Samþykkt að styrkja verkefnið um 750.000 kr.

Kick on Mind: Meistaraspil – heildræn lausn til andlegrar þjálfunar

Verkefnið er spilastokkur og hugbúnaðartækni hugsuð sem heildræn lausn ætluð sem hjálpartæki til að vinna með andlega þætti núvitundar og hugleiðslu. Getur verið notað í hóp eða á einstaklingsgrunni. Verkefnið er langt komið en vinna þarf markaðs og rekstraráætlanir auk þess sem hanna þarf smáforritið sem fylgja á með. Fagráð metur nýsköpunargildi verkefnisins hátt og vinna með geðheilsu íþróttamanna geti verið valdeflandi og dregið úr fordómum.

Samþykkt að styrkja verkefnið um 700.000 kr.

Halla Birgisdóttir: Tók ég eftir því þá eða tók ég eftir því eftir á?

Verkefnið gengur út á kynningu fyrir nemendur í framhaldsskólum á reynslu höfundar á því að fara í geðrof, vinna sig í gegnum það og hvernig list og tjáning hjálpaði höfundi. Verkefnið er að mati fagráðs Styrktarsjóðs geðheilbrigðis valdeflandi fyrir notendur og fellur vel að þeim markmiðum sjóðsins að efla geðheilsu íbúa Íslands.

Samþykkt að styrkja verkefni um 650.000 kr.

Hlaðgerðarkot: Þýðing og innleiðing tilfinningaskalans „Mood meter“ í meðferðarstarfi einstaklinga í langtíma áfengis- og vímuefnameðferð

Verkefnið er að þýða gagnreynda aðferð sem kennir börnum og fullorðnum leiðir til betri sjálfsþekkingar og tilfinningastjórnunar. Því er ætlað auka við bjargir og verkfæri einstaklinga sem eiga langa sögu um vanda tengdum áfengis- og vímuefnaneyslu. Tilgangur verkefnisins er jafnframt að efla getu einstaklinga til takast á við bata frá neyslu og þeim verkefnum sem bataferlinu fylgir. Það er mat fagráðs að verkefnið sé valdeflandi fyrir notendur og aðstandendur og mikilvægt fyrir jaðarsettan hóp sem glímir við tvíþættan vanda.

Samþykkt að styrkja verkefnið um 480.000 kr.

Sara Líf Hálfdanardóttir: Hið góða líf með ADHD

Verkefnið er styrkleikatengdur vettvangur fyrir spjall, stuðning og fræðslu meðal fullorðinna með ADHD. Um er að ræða fræðslu sem byggir á nálgun, viðhorfum og inngripum úr heimi jákvæðrar sálfræði. Umsækjandi hefur nú þegar keyrt tilraunarverkefni fyrir 50 einstaklinga með góðum árangri og er markmiðið núna að færa reynslu þess yfir á aðra sértækari hópa sem hafa takmarkaðan stuðning og aðgengi að hefðbundnari úrræðum innan heilbrigðiskerfisins. Fagráð telur verkefnið falla vel að markmiðum Styrktarsjóðs geðheilbrigðis.

Samþykkt að styrkja verkefnið um 450.000 kr.

Ágústa Fanney Snorradóttir: Vikulegir þættir um geðheilbrigðismál

Verkefnið snýst um að framleiða vikulega þætti um geðheilbrigðismál fyrir visir.is og samfélagsmiðla. Markmiðið er að fræða og opna umræðuna í tengslum við geðheilbrigðismál. Fagráð telur verkefnið geta aukið skilning í samfélaginu og þannig verið valdeflandi fyrir notendur.

Samþykkt að styrkja verkefnið um 400.000 kr.

Mia Magic: Setur o.fl. verkefni fyrir langveik börn og aðstandendur þeirra

Verkefnið er að stækka og efla fræðslu í heimi langveikra barna. Aðstandendur langveikra barna búa við viðvarandi áskoranir á fjölmörgum sviðum lífsins sem aftur hefur áhrif á geðheilsu þeirra. Markmiðið er m.a. að setja á stofn athvarf fyrir aðstandendur, standa fyrir fræðslukvöldum, gefa út fræðsluefni, vera stuðningur, veita leiðsögn og stuðla að bættu geðheilbrigði þeirra og slökun frá amstri dagsins. Um er að ræða afar þarft mál að mati fagráðs. Verkefnið er stutt á veg komið og ljóst að talsvert er í land.

Samþykkt styrkja verkefnið  um 200.000 kr.

Magnús Magnússon: Sýning á núllinu gallerí 17. til 23. desember 2021

Verkefnið er myndlistarsýning á vetrarsólstöðum. Markmiðið er að valdefla listamenn sem glíma hvers kyns fötlun og aðstandendur þeirra. Ljá þessum hópi rödd þar sem hæfileikar þeirra fá að njóta sín á þeirra forsendum. Fagráð telur verkefnið falla að markmiðum styrktarsjóðs geðheilbrigðis.

Samþykkt að styrkja verkefnið um 200.000 kr.

María Kjartansdóttir: Sprungur

Verkefnið er að ljúka við stuttmyndina Sprungur sem tekin var upp í sumar og núna er verið að leggja lokahöndina á. Um er að ræða listrænt fræðsluverkefni sem á að upplýsa almenning um fordómana, einangrunina og einmanaleikann sem margir einstaklingar sem glíma við geðrænar áskoranir þekkja. Fagráð telur verkefnið falla að markmiðum styrktarsjóðs geðheilbrigðis.

Samþykkt að styrkja verkefnið um 250.000 kr.

Vinaskákfélagið: Tvö skákmót haustið 2021

Verkefnið er að halda tvö skákmót í haust og nota styrkinn til þess að fjármagna bikara og annað tengt mótshaldinu. Fagráð telur verkefnið falla að markmiðum Styrktarsjóðs geðheilbrigðis.

Samþykkt að styrkja verkefnið um 100.000 kr.

Tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum í geðheilbrigðismálum með því að veita styrki til verkefna sem geta bætt geðheilbrigði íbúa Íslands og/eða skilning þar á.

Horft er sérstaklega til eftirfarandi yfirþátta þegar umsóknir eru metnar:

a. Valdefling notenda
b. Valdefling aðstandenda
c. Mannréttindi og jafnrétti
d. Nýsköpun

Fimm manna fagráð metur innsendar umsóknir og leggur tillögur að úthlutun styrkja fyrir sjóðsstjórn til ákvörðunar.

Umsóknarfrestur er til 17. september 2021 og skal skila inn umsóknum rafrænt á gedsjodur@gedsjodur.is. Umsækjendur þurfa að skila greinagóðri lýsingu á verkefnu (tímaáætlun þ.m.t) og hvernig því er ætlað að bæta geðheilbrigði. Fjárhagsáætlun og upplýsingar um fjámögnun skulu fylgja með.

Tilkynnt verður um úthlutanir þann 9. október 2021. Stykir eru ýmist greiddir í heilu lagi eða skipt niður eftir framvindu verkefna og er það fagráðs að koma með tillögur í því samhengi til sjóðsstjórnar.

chevron-down